fbpx

Sókn er besta vörnin

Á þessum óvissutímum þar sem við erum öll með vindinn í fangið, er nauðsynlegt að standa saman og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að aðstoða.  Til að hjálpa þér í þínum rekstri ætlum við að bjóða þér eftirfarandi lausnir.

Þú getur valið  einhverja eða allar af neðangreindum pökkum, við gerum þér tilboð í það sem hentar þér.
Þú getur líka óskað samhliða eftir greiðsludreifingu,
þannig að þú getir komist af stað með nýjar tekjuleiðir sem fyrst, til að hjálpa þér að komast af byggja traustari stoðir undir reksturinn þinn.

Fullkomna vefsíðu á þínu eigin léni,  öflug hraðvirk hýsing sem sjálfvirkt aðlagar sig að auknu álagi til að tryggja allaf hámarks hraða fyrir þig og viðskiptavini þína.

Öflugt öryggiskerfi sem tryggir að vefsvæðið þitt er alltaf með besta fáanlegt netöryggi í boði hverju sinni.

Samtengt við greiningarverkfæri, til að hjálpa þér að ná fram hámarks nýtingu á markaðssókn á samfélagsmiðlum sem þú ert að nota.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi

Fullkomin vefverslun þar sem þú getur selt vörur til viðskiptavina.  Öflug lausn sem getur einnig verið  samtengd við facebooksíðuna þína, þannig að þú getur boðið vörur til sölu þar eða í samfélagsmiðla auglýsingum.  Viðskiptavinur getur þá verslað beint úr vefversluninni þinni frá facebook, Instagram eða þeim miðlum sem þú notar.  Hægt að tengja samfélagsmiðlavöktun við vefverslunina, sem myndi þá mögulega birta rétt skilaboð til væntanlegra viðskiptavina sem eru að skoða vörur í vefversluninni þinni.

Hægt að tengja verðskrá frá póstinum beint við vefverslunina, þannig að rétt flutningsgjald er þá birt miðað við hvert viðskiptavinur vill láta senda vöruna og hvort hann óski eftir að sækja til þín, sækja á pósthús eða fá sent heim.

Væntanlegt er samtenging við póstgátt hjá Póstinum, þannig að varan skráist sjálfkrafa hjá póstinum þegar viðskiptavinur verslar og þú getur þá prentað fylgibréf beint frá kerfinu um leið og þú afgreiðir vöruna.

Þægileg og einföld leið til að auka sölu og þjónustu við þína viðskiptavini.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi

Öflugt snjallara Tímabókunarkerfi,  með lausnum sem henta flestum. Hvort sem það eru snyrtistofur, hársnyrtistofur, meðferðaraðilar, verkstæða eða annað.  Sérlausnir til staðar til að uppfylla þær kröfur sem henta þér.

Með snjallara tímabókunarkerfi, heldur þú vel utan um þína viðskiptavina og tryggir að enginn annar er með aðgang að þeim eða að þú  sért að deila þeim með öðrum.

Greiðslugátt gerir þér kleift að rukka inn þjónustuna strax, samhliða bókun, hvort sem þú vilt bjóða viðskiptavina að greiða staðfestingargjald eða fullt gjald við bókun.

Sundurgreind greiðslugátt, gerir þér kleift að hver starfsmaður getur rukkað sjálfstætt, hentar vel þar sem starfsmenn eru verktakar.

Með gjafabréfakerfinu eða afsláttarkortakerfinu, getur þú selt gjafabréf eða afsláttakort á vefsvæðinu þínu og viðskiptavinurinn þinn notar það sem greiðslu þegar hann bókar.

Samtenging við greiningarverkfæri, tengir saman  leitarvélar og samfélagsmiðla til að hjálpa þér að ná hámarksárangri í markaðssókn.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi

Öflugt snjallara Gjafabréfakerfi,  gerir þér mögulegt að selja gjafabréf beint á vefsvæðinu þínu.

Viðskiptavinur verslar gjafabréf þegar honum hentar, getur valið um að fá það sent til sín í tölvupósti (sem Pdf skjal), látið kerfið senda í tölvupósti til þess sem á að njóta á valdri dagsetningu, eða valið að þú prentir það út fyrir hann og hann sæki þá til þín.  Hægt að velja allar eða einhverjar af þessum leiðum.

Hægt að velja að bjóða mörg mismunadi útlit af gjafabréfaformum.

Hægt að vera með gjafabréf í ákveðnar meðferðir eða leyfa viðskiptavini að velja ákveðna upphæð, sem gildir þá sem greiðsla inná allar meðferðir.

Hægt að vera með tilboð/afslætti, þannig að viðskiptavinur fær afslátt þegar hann kaupir gjafabréfið.  Ef um gjafabréf með upphæð er að ræða, kemur full upphæð fram á gjafabréfinu, engar upphæðir eru tilgreindar á gjafabréfum í ákveðnar meðferðir.

Sá sem fær gjafabréfið notar það síðan sem greiðslu þegar hann bókar í tímabókunarkerfinu.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi

Öflugt snjallara Áskriftarkerfi, gerir þér mögulegt að bjóða pakkatilboð í meðferðir. Viðskiptavinur getur þá keypt ákveðinn fjölda af skiptum og fær þá magnafslátt.  Viðskiptavinur fær áskriftarkort sent til sín strax í tölvupósti (sem PDF skjal).  Áskriftin gildir þá í þá meðferð og þá fjölda skipta  sem hann keypti.

Hann notar á kóðann sem er á áskriftarkortinu hans þegar hann bókar tíma í tímabókunarkerfinu.  Tímabókunarkerfið heldur utan um fjölda skipta og lokar síðan kortinu þegar búið er að nota öll skiptin.  Einnig er hægt að stilla gildis tíma, t.d. að nota verði áskriftina innan 6-12 mánaða frá kaupum.

Hentug og einföld leið til að selja pakkatilboð á vefsvæðinu þínu.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi

Hafðu samband og við finnum í sameiningu lausn sem hentar þér

Nokkrar lausnir fylgja með frítt þegar keypt er vefsíða með einhverjum af ofangreindum lausnum.

  • Lukkuhjól,  sem virkar bæði með tímabókunarkerfi, gjafabréfakerfi eða vefverslun.
  • Sprettigluggakerfi, sem gerir þér mögulegt að láta spretta fram tilkynningar á vefsvæðinu þínu.
  • Verslað frá  yfirlitsmynd,  fylgir með vefverslunarkerfinu, sem gerir þér mögulegt að tengja vefverslunina við yfirlitsmynd sem þú birtir á vefsvæðinu þínu.
  • OneSignal tilkynningakerfi,  sem birtir öllum OneSignal áskrifendum hjá þér allar tilkynningar og færslur sem þú skrifar á vefsíðunni þinni. Áskrifendur fá tilkynninguna frá þér á skjáinn hjá sér, án þess að vera nokkuð með vefsvæðið þitt opið. Öflug og góð leið til að koma tilkynningum frítt til skila.
  • Tenging við fjölpóstkerfi, þar sem þú getur send út fjölpóst á viðskiptvinina þína.

Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi
Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi
Tilboð á tímabókunarkerfi – vefverslun – gjafabréfakerfi – afsláttarkortakerfi
Hafðu samband

Við erum ekki við eins og er, en sendu okkur línu og við höfum samband.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0

Start typing and press Enter to search

X